Um okkur

Girðir hefur starfað í meira en 15 ár við uppsetningu og viðhald girðinga af ýmsu tagi. Girðir getur útvegað allt það efni sem þarf að nota í þau verk sem félagið tekur að sér. Lengst af hefur félagið þjónað viðskiptavinum á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu, en nú sinnir Girðir verkum um allt land.

Kjörorð Girðis eru vönduð og góð vinnubrögð, góð umgengni við landið og sanngjarnt verð. Girðir kappkostar að hafa á sínum snærum góða verkmenn, bestu fáanleg tæki og býður aðeins uppá viðurkennd efni.

Girðir ekur að sér að reisa hefðbundnar net og rafmagnsgirðingar sem notaðar eru í landbúnaði, skógrækt og umhverfis sumarhúsahverfi. Þá tekur Girðir að sér uppsetningu á hverskonar öryggisgirðingum og öryggishliðum hvort sem er úr neti, málmi eða timbri. Girðir hefur einnig annast uppsetningu á skjólgirðingum, skjólveggjum, sólpöllum o.fl.

Þessu til viðbótar hefur Girðir þróað í samvinnu við Ferðamálafélag Suðurnesja og Neyðarlínuna sérstaka plasthæla til merkinga á göngustígum. Girðir hefur síðan séð um að setja þessa hæla upp og hnitsetja.

Girðir framleiðir forsteyptar undirstöður fyrir palla og tréstaura sem við höfum sett niður fyrir viðskiptavini okkar sem hafa ekki tæki til að gera það sjálfir en vilja samt smíða sína palla og skjólgirðinga sjálfir, en að sjálfsögðu getum við gert allt frá a til ö.

Girðir framleiðir einnig forsteyptar undirstöður fyrir palla og bómur svo og staurajárn til að steypa í undirstöður svo og stagfestur.